Jón Bergsson er traust og rótgróið fyrirtæki med yfir 85 ára sögu. Við erum leiðandi i sölu á heitum pottum og garðskálum sem henta íslenskum aðstæðum. Gæði, þjónusta og fagmennska eru okkar markmið.

Softub

Softub nuddpottarnir eru framleiddir úr einangrunarefni sem gerir þá létta og færanlega, mjúka og barnvæna. Rekstrarlega eru þeir einstakir í samanburði við aðra rafmagnspotta og höfum við 15 ára reynslu af sölu Softub á Íslandi.

FreeFlow

FreeFlow Hitaveitupottarnir eru samskeytalausir en ytra- og innrabyrði er steypt í einu lagi og síðan er rýmið fyllt með einangrun. Pottarnir eru afhentir með lögnum að botnventli og yfirfalli og eru því tilbúnir fyrir tengingu við lagnir hússins.

Hot Spring

Hot Spring pottarnir eru hannaðir í samstarfi við hönnunarteymi BMW í Kaliforníu. Góð orkunýting, hljóðlaus notkun, stjórnun með appi úr síma eða tölvu ásamt vel hönnuðu útlitinu gerir Hot Spring að leiðtoga á sínu sviði.

Garðskálar

Garðskáli á brautum sem henta til stækkunar á rýmum. Frábær lausn sem nýst hefur sem stækkun á huggulegu rými yfir pallinn á sumarbústaðinum, yfir svalirnar eða sem viðbót við veitingarekstur.

Garðkúlur

Tveir hlutar á brautum mynda kúlulaga skála sem hægt er að snúa í 360°. Op skálans getur snúið í hvaða átt sem er. eftir því hvaðan sólin skín. Heiti potturinn í garðkúlunni getur verið úti eða inni. Snilldar lausn fyrir íslenska veðráttu.

Nardi

Einstaklega fallega hönnuð ítölsk húsgögn ætluð til notkunar inni eða úti. Framleidd úr níðsterku trefjastyrktu plastefni sem er viðhaldsfrítt. Stólarnir eru staflanlegir og borðin ýmist niðurfellanleg eða stækkanleg.

Eigðu fleiri gæðastundir

Fjölbreytt úrval potta og garðskála – frá leiðandi framleiðendum

„Skálinn er einn mest notaði staðurinn í húsinu frá því við fengum hann í vor“
Eigandi Corso garðskála
„Við erum búin að fara í pottinn nánast á hverjum degi í allan vetur þrátt fyrir þennan erfiða vetur“
Hjón um áttrætt með Veranda garðskála
„Mest hef ég talið 5 gervitungl í einni pottaferð“
Eigandi Softub potts
„Á veturna á ég stærsta kæliskáp á Vestfjörðum… það frýs aldrei gos eða önnur matvæli sem ég set út í skálann“
Skála eigandi á Vestfjörðum
Ég lét hækka raforkuáætlunina um það sem þið gáfuð mér upp í orkunotkun… og fékk svo endurgreitt eftir árið“
Sumarbústaðseigandi með Softub pott