Persónuverndarstefna

Við hjá Jóni Bergssyni tökum alvarlega þær skyldur sem fylgja persónuvernd og öryggi persónuupplýsinga og meðhöndlum þær upplýsingar sem koma í gegnum vefinn jonbergsson.is í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Hér fyrir neðan förum við yfir hvaða upplýsingar við skráum, með hvaða hætti og í hvaða tilgangi.

Hvaða upplýsingar skráum við og í hvaða tilgangi

Samskiptaupplýsingar:
Þegar þú átt í samskiptum við okkur í gegnum tölvupóst, þá skráum við persónuupplýsingar eins og nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang auk upplýsinga um samskipti okkar.  Það gerum við svo við getum haft samband við þig, stofnað til viðskipta og veitt umbeðna þjónustu.

Tæknilegar upplýsingar:
Þegar þú heimsækir vefinn okkar, notum við vafrakökur til að skrá ýmsar tæknilegar upplýsingar varðandi þann búnað sem þú tengist með og hvernig þú ferðast um vefinn.  Tilgangurinn er að bæta heimasíðuna og þjónustuna.  Þessar upplýsingar eru nafnlausar, en geta innihaldið ip-tölur sem flokkast undir persónulegar upplýsingar.  Sjá nánar í vafrakökustefnu.

Í samræmi við gildandi lög óskum við eftir leyfi frá þér til að nota vafrakökur. Við gerum þér einnig auðvelt að skipta um skoðun hvenær sem er, með aðgengi að friðhelgisstillingum.

Hvaða heimildir höfum við til að vinna með upplýsingarnar?

Við höfum samþykki frá þér. Þegar þú sendir upplýsingar í gegnum tölvupóst þá gefur þú leyfi fyrir því að upplýsingarnar séu notaðar í þeim tilgangi að bregðast við erindinu.

Hversu lengi geymum við persónuupplýsingar?

Við geymum persónuupplýsingarnar á meðan þú ert viðskiptavinur okkar.

Miðlun til þriðja aðila

Við deilum persónuupplýsingum þínum ekki með neinum utan starfsmanna Jóns Bergssonar og þjónustuveitenda á okkar vegum.

Þinn réttur

Samkvæmt 20. grein laga áttu rétt til leiðréttingar, eyðingar og flutnings eigin gagna. Ef þú vilt nýta þér þau réttindi eða hefur spurningar varðandi persónuverndarstefnuna, hafðu þá endilega samband á [email protected]

Persónuvernd barna

Við skráum engar persónuupplýsingar um börn yngri en 18 ára.

Breytingar

Við áskiljum okkur rétt til þess að breyta og uppfæra persónuverndarstefnu þessa hvenær sem er. Við látum vita af slíkum breytingum á heimasíðu okkar.

Persónuverndarstefna þessi tók gildi 15. júlí 2018.

 

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á jonbergsson.is

• CookieConsent

Decline all Services
Accept all Services